M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

21.03.2013 22:18

Fast Freddie


Freddie Spencer er fæddur það merka ár 1961. Hann er einn af þessum kappaksturs goðsögnum, sem var uppá sitt besta á milli 1980 og 1990.
Þrefaldur heimsmeistari, hann byrjaði að keppa í 500Gp-inu 1982 og vann sína fyrstu keppni það árið og varð yngsti ökumaður sögunar til að vinna mót í þeirri seríu, strax árið eftir varð hann svo fyrst heimsmeistari. En áður en hann fór í Gp-ið keppti hann í ameríska superbike-inu á CB900 Hondu, hér er smá klippa úr heimildarmynd um kappann og sést hann þá í superbike-inu, greinilega einn af frumkvöðlum nútíma mótorhjólakappaksturs og í restina á klippunni er hrikalega töff skot af honum á 900 Hondunni, þvílíkt sánd í græjunni.

Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17