M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.01.2013 20:43

Nýtt frá Honda 2013

Hér er það sem kemur nýtt frá Honda 2013.

 
CBR500R

470cc tveggja cyl. með beinni innspýtingu, alhliða sportlegt milliþyngdarhjól. Tilvalið byrjendahjól.

CB1100

Þetta hjól er komið á evrópumarkað 2013, töff retrógræja.

CB500F

Í rauninni sama hjól í grunninn eins og CBR500, bara naked.

CB500X

Þriðja útfærslan af 500 hjólinu, X týpan er götuhjól sem langar að vera endúróhjól, eða öfugt.

Goldwing

Já komið þið sælir, mér hefur alltaf fundist Goldwinginn vera vígalegur, en ég held mér langi bara frekar í Oldwing en 2013 Golwing. Smekkurinn er misjafn sem betur fer.

CRF450X

2013 "Nínan" er bara nokkuð vígaleg.

CRF110

110cc púkagræja.

Þetta er það sem er nýtt á könnunni hjá Honda peyjunum þetta árið.
Flettingar í dag: 1190
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409244
Samtals gestir: 86230
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:57:32