M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.12.2012 23:51

Ein mótorhjólamynd frá árinu 1942




Það er altaf gaman þegar svona gamlar myndir reka á fjörur mínar. En þessi mynd er frá Gisla Grímssyni og er þetta Triumph Tiger hjól flott og ekki síður stúlkan sem á þvi situr en hún heitir Anna Grímsdóttir og er hún systir eiganda hjólsins Antons Grímssonar. Myndin er tekin bak við húsið Haukaberg sem stendur við Vestmannabraut 9.Triumph hjólið ber skráningarnúmmerið V 120 og er líklegast af árg 1937 og er sennilega þá 500 cc og það sem merkilegra er að það er til enn þann dag í dag og er á Hornafirði og er búið að vera þar í yfir 60 ár. Hjólið var flutt inn frá Bretlandi með vélskipinu Álsey VE 250 á stríðsárunum.
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409040
Samtals gestir: 86228
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:36:28