M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.11.2012 19:32

Ariel Sguere Four 1000 cc.




Hér er 1000 cc ariel Sguare four Breti frá árinu 1959. þessi hjól voru búin 2 sveifarásum en flott græja síns tíma.



Hér er svo önnur útgáfa af Sguerinum. Svona dömuhjóla útgáfa með hvítu sæti,  eða eins og Biggi segir svona pjatt útgáfa fyrir skrifstofukallana í fínu í jakkafötunum sem máttu ekki skítna út. Þetta fór að vísu mjög illa því breti og spariföt eiga alls enga samleið og fljótt að koma olíublettir í fínu fötin, hjólið seldist illa og var framleiðsluni hætt og BSA veslaði upp Ariel verksmiðjuna með öllu og eftir það komu bara út Ariel skellinöðrur á markaðinn eins og Leaderinn. Það var svo löngu seinna að Japaninn fór að framleiða 750 Hondur að menn gátu farið sómasamlega til fara á pöbban fengið sér einn kaldan og sest í laisy boy stól fengið japl og látið  fara vel um sig án þess að sóða út allt umhverfið með fullar lúkur af koppafeiti úr gírkassanum.
Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17