M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

07.11.2012 21:00

Gaflarar grafa upp gamla Bísu.


Það eru fleiri sugur en bara í Eyjum, nú hafa félagar okkar í Göflurunum grafið upp gamalt BSA hjól sem legið hefur í skúr í Hafnarfirði í yfir 30 ár, þeir voru fljótir að sjúga gripinn og liggur sterkur grunur á að Dr Bjössi hafi kennt sugufræðin í kvöldskóla eftir að venjulegum vinnudegi líkur. Dr Bjössi nam fræðin bæði í Eyjum og eins á Selfossi og er fullnuma með topp einkun. Verst er að hann er komin með lögilt skjal upp á vegg þar sem kemur fram að hann sé fullnuma og megi taka lærlinga í faginu.



Hér er gripurinn sem mun vera vel Choppaður BSA Lightning af árg 1971.



Alsæll Andersen með gamla Bretan sem Jói Þorfinns mágur hans á. Nú er það spurning muna gamli Gaflarar eftir þessu hjóli á götuni um 1975 ?



Hann glottir þarna á mig enda var ég alveg grunlaus um þetta sog.



Þá er til einn Easy Rider, "Birmingham Small Arms" í Hafnarfiði og það með svaka hljóðkúta og framgaffal.
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408415
Samtals gestir: 86216
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:33:16