M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.10.2012 11:50

Jenni rauði verslar CB 500 Hondu.


Jæja þá kom að því að hann Jenni Rauði verslaði sér alvöru mótorhjól, en karlinn var að kaupa Hondu CB 500 Four af árg 1976 og eru hér nokkrar myndi af kappanum og nýju græjuni.







Hér er kappinn loks kominn á bak en hjólið er ekki ekið nema 2000 mílur frá upphafi svo það er óslitið með öllu nema ökumanninum sem er töluvert meira notaður.



Hér eru svo Triumph mennirnir Símon og Biggi að dáðst að græjuni og þá sérstaklega að hún skuli vera búin dömutakka sem ekki þekktist á Bretunum sem þeir ólust upp með, Þetta er æði sagði Biggi og Símon sagði maður væri nú betri í fótunum í dag ef svona munaður hefði verið í boði, já sagði Biggi maður varð að sparka þessu Bretadóti í gang og aldrei fór það í gang á fyrsta sparki enda stundum lappalaus á eftir. Síðan fóru þeir að reyna að sjúga startakkann það er dömutakann út úr Jenna blessuðum sem sagði að sjálfsögðu þvert nei.



Þetta er stimpað í pústin á Honduni


Og þetta er framan á cylindernum.
Flettingar í dag: 1190
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409244
Samtals gestir: 86230
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:57:32