M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

13.10.2012 12:00

Minning um góðann félaga og vin





Í dag kl 1400 verður borinn til grafar frá Landakirkju hér í bæ Gylfi Þór Úranusson mig langar að minnast Gilla eins og hann var ávalt kallaður með nokkrum orðum. Gilli var einn okkar mótorhjólastráka hér í bæ og var einn af frumhvöðlunum á því sviði. Hann átti mörg og glæsileg mótorhjól í gegnum árin sem hann gerði flest upp og var hvert smáatriði þaulhugsað enda vildi hann hafa hlutina sína í topplagi, en í sérstöku uppáhaldi voru Norton og Triumph hjól. Ég kynntist Gilla ekki bara í gegnum mótorhjólin því við vorum samskipa á Frá VE 78 í ein 14 ár. Þegar Gilli áhvað að fara í land árið 1984 þá hvatti hann mig til að sækja um vélstjóraplássið sem hann hafði gegt. Fyrir hans tilstuðlan sótti ég um plássið og sé ekki eftir því. Tveimur árum síðar var Gilli kominn aftur á sjóinn og þá auðvitað um borð í Frá. Þarna áttum við svo eftir að vera saman í á annan áratug. Þarna fóru í hönd ein alskemmtilegustu árin okkar á sjónum um borð í gamla Frá hjá Óskari skipstjóra ásamt þeim Gústa Lása, Tóa Vídó, Árna Marz og Júlla kokk, mikið var brallað og stríðnistyrjaldir í gangi þar sem menn skiptust í lið, árásir tíðar á milli manna en allt í góðu og gaman að rifja þetta upp enda menn ungir sprækir og til í allt. Að öllum öðrum ólöstuðum þá var Gilli einn sá alduglegasti og ósérhlífnasti sjómaður sem ég hef róið með um dagana að visu gat hann hvest sig rækilega ef honum fannst hlutirnir ekki ganga eins hratt og honum fannst þeir eiga að ganga. Árið 1993 fengum við núverandi Frá og kom Gylfi auðvitað með yfir á hann og átti efir að róa á honum til loka árs 1996 en þá fór hann alfarið í land og vann síðustu árin hjá vélaverkstæðinu Þór við smíðar enda handlaginn maður með afbrigðum þar sem allt lék í höndunum á honum. Ekki get ég skilið við að minnast Gilla án þess að minnast á árin í kring um eldgosið hér 1973 en þá var okkar helsti samkomustaður heimili Gilla á Boðaslóð 6 þar voru margar veislurnar haldnar og Slade á fóninum vikum saman og spilað hátt enda aðallagið "Cum on feel the Noize"  þarna voru yfirlett saman kominn 25 til 30 strákar og stelpur þá var nú gaman að vera til og var gestgjafinn Gilli alltaf boðinn og búinn að leyfa öllum að gista sem þurftu enda plássið nóg og hlýjan mikil. Að endingu vil ég votta systkinum og öðrum aðstandendum Gylfa Þórs Úranussonar minnar dýpstu samúðar.

Tryggvi Sigurðsson
Flettingar í dag: 1190
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409244
Samtals gestir: 86230
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:57:32