M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.09.2012 19:46

Óger á litla Daxinum.


Eins og komið hefur frám áður að þá var haldinn aðalfundur okkar Drullusokka fyrir árið 2012, Þetta var gert með stæl og var byrjað á hópkeyrslu um bæinn. Það mættu nokkrir félagar ofan af Norðurey hjólausir og var farið í að redda nokkrum þeirra hjólum í hópaksturinn. Einn þessara ágætu manna var sjálfur Timer eða Óger eins og Tótusteini kallar kappann yfirleitt. Óger var sjúkur í að fá að aka litla Daxinum þótt sá stóri stæði honum vissulega til boða. Þarna fann kallinn sig algjörlega og smælaði út að eyrum enda vel öflug græja undir hin gamla en þreytta botnn.



Sjáið hvað kallinn er grobbinn að vera á alvöru græju en á eftir honum fygldi 30 hjóla strolla um bæinn.



Hér spítir svo kvikindið í svo við sem á eftir komum áttum fullt í fangi með að halda í kallinn.



Það er alveg sama hvað maður setur inn margar myndir af Óger á Daxinum alltaf er hann með límt Sólheimaglott á smettinu.



Þetta er alveg snilli litli Daxinn virkar stærri en stóri Daxinn undir kallinum. En haft var á orði að þeir Hilmar og Daxinn smell pössuðu saman svona rétt  eins og Pulsa og Kók.
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409040
Samtals gestir: 86228
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:36:28