M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

29.08.2012 10:37

Aðalfundurinn 2012.


Aðalfundur M/C  Drullusokka fyrir árið 2012.

Kæru félagar þá er komið að aðalfundi okkar sem haldin verður næstkomandi laugardag 1 september .kl.16,00. Ef veður leyfir var hugmyndin að hittast inn við skýli í Friðarhöfn kl 13,00 og fara niður að Herjólfi og taka á móti félögum sem koma með skipinu, síðan að taka smá rúnt um eyjuna okkar fögru. Það er svo ætlunin að halda fundin í Gullborgarkró eins og áður sagði kl 16,00. Þar verður farið yfir árið og  ný stjórn kosin til næsta árs einig hvað gera eigi á næsta ári svona í stórum dráttum. Þá er svo mæting aftur á Conero kl 19,00 en þar verður svo borðað saman en boðið verður upp á lambalæri og þrumu góða villisveppasúpu. það verður svo vonandi bara haft gaman fram eftir kvöldi með ýmsum uppákomum.
Ef veður verður slæmt á laugardag þá sleppum við hjólarúntinum og mætum niður í Gullborgarkró fyrir kl 16.00. Við vonum bara að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta og hafi bara gaman af þessu með okkur.

Stjórn Drullusokka.

Flettingar í dag: 742
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408796
Samtals gestir: 86227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:15:18