M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

30.07.2012 20:12

Kvartmíla 28.07.12

Eftir 100 metra spyrnuna á Akureyri á hjóladögum kviknaði smá della hjá mér sem endaði með því að ég skráði mig í kvartmílumót um síðustu helgi. Það var skemmtileg reynsla, veðrið var snilld og blade-ið svínvirkaði þannig að þetta var bara gaman.

                                                                                          mynd tekin af http://www.flickr.com/photos/bb-kristinsson/

Ég keppti í standart 1000cc flokki, og átti besta tímann í tímatökunni 10.052 sek á 146mílum.

                                                                                        mynd tekin af http://www.flickr.com/photos/bb-kristinsson/
Ég tapaði fyrstu spyrnunni í úrslitum og vann spyrnu nr.2, og þjófstartaði svo í úrslitaspyrnunni, en Ingi Björn (sá sem spyrnti við mig) þjófstartaði reyndar líka, en 0.030 sek. á eftir mér þannig að hann vann, ohh en þetta var virkilega gaman.

Eftir keppnina var svo æfing, ég tók nokkur rennsli þar og fór undir 10.sek. múrinn 9.997sek á 148 mílum, sem ég er virkilega sáttur við á fyrsta degi á brautinni.

                                                                                             mynd tekin af motorsport-photos.net.
Tók tvær ferðir á ZX12R en var e-ð feimnari á slímoni, ég kunni ekki við að hita dekkið nógu vel (svo að pabbi kæmist nú til Eyja á hjólinu.) og missti hjólið í bullandi spól í startinu, útkoman 10.3 sek. en Slímon á helling inni, sudda kraftur í karlinum.

En dagurinn var góður í alla staði, þetta er e-ð sem að hjólamenn verða að prófa einhverntíman á ferlinum.

Ég tók myndir af tveimur ansi skemmtilegum mótorsportsíðum, endilega kíkið á þær.
B&B Kristinsson og Motorsport-photos.net
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409040
Samtals gestir: 86228
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:36:28