Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
01.06.2012 08:30
Minning.
Kæri vinur,
Manstu þegar við komum heim til okkar varla eldri en fjögurra eða fimm ára gamlir hundblautir eftir að hafa verið að leika okkur í fjörunni við Skúlagötuna eins og hún var þá báðir búnir að týna nýju gúmmískónum okkar eftir að hafa sjósett þá, ekki voru foreldrar okkar par ánægðir með þetta. Haukur það var nú ekki leiðinlegt að leika sér á Hverfisgötunni þar sem þú bjóst en ég á Laugaveginum. Gamlir kunningjarnir koma upp í hugann t.d., Einar Axel, Enni Gúst, Kidda, Binni og Sæbbi ofl. Við að fara í bíó, þú áttir alltaf flottustu hasarblöðin sem skipst var á við Austurbæjarbíó. Að skoða "kataloga" frá frænku þinni í USA og láta okkur dreyma. Mér leiddist þegar þú hélst í sveitina á hverju sumri að Smyrlabjörgum í Suðursveit en gat ekki beðið að þú kæmir til baka að segja mér hvað hafði gerst hjá þér yfir sumarið. Segi það satt Haukur að ég þekkti orðið hvern hól í sveitinni þinni þó ég hefði aldrei komið þarna fyrr en löngu síðar. Þú í vegavinnu í sveitinni og sagðir mér sögur af því. Við að stríða eldri systur þinni henni Camillu, sem algóður guð tók til sín fyrir ekki löngu, blessuð sé minning hennar. Við varla eldri en tólf ára þegar við héldum á "eyrina" og stóðum okkur vel sagði Jói verkstjóri Togaraafgreiðslunnar. Þú smitast lítillega af berklum og fórst á Vífilsstaði. Ekki þótti mér leiðinlegt að heimsækja þig þangað, þarna var fullt af skemmtilegu fólki, sýndar bíómyndir og selt "amerískt" nammi, mér fannst þú hafa það flott, sem varla hefur nú verið. Haukur við saman í Miðbæjarskólanum þar bætast tveir vinir í hópinn, þeir Jón Guðmundss og aðeins síðar Baldvin Jónsson, en þeir eru látnir, blessuð sé minnig þeirra, manstu kjallarann hjá Badda að hlusta á Zeppelin, Stones, Cat Stevens, já við sáum Zeppelin í Laugardalshöllinni. Haukur við í siglingu kringum Ísland með MS. Esju og sáum Surtsey rísa úr sæ. Við saman í Gaggó verknáms. Þá hefst tímabil í lífi okkar sem enn er ekki lokið skrifað með stórum stöfum MÓTORHJÓl. Haukur við í vinnu við að raka saman öllum steinum Klambratúns til að geta keypt okkur fyrstu hjólin okkar sem voru bláar Hondur 50, árgerð 1966. Við vorum sko flottir, Vír hanskar, gallabuxur voru okkar hlífðarfatnaður. Við í Eldingu mótorhjólklúbb þar voru nokkrir sem ég man eftir Gústi, Einar Axel, Baddi. Haukur þá sem síðar var allt úthugsað hjá þér vegna hjóla. Þú áskrifandi að Cycle World, við að lesa um hjólamenn eins og Mike Hailwood ofl. Haukur þú selur Honduna og kaupir þér fyrsta stóra hjólið þitt af Gústa G. BSA 650 A10. Manstu þegar þú "saltaðir" gæja á nýjum BSA Spitfire í spyrnu á Skúlagötunni. Þú í Vélskólanum með Nonna og Badda. Þú á netavertíð suður með sjó, sem vélstjóri, sem á þeim tíma var varla nema fyrir algjöra nagla. Kaupir nýjan Triumph Tiger sem mágur þinn og vinur hann Hjörtur Jónass. á í dag. Þú í hringferð á Tiger ásamt Badda á BSA, Nonna á BSA og Sigga á Hondu. Ekki mikið um malbik og svoleiðis, aðeins möl og meiri möl og ryk. Við í Glaumbæ og hlustað á Trúbrot ofl. Þú í vinnu hjá Bandag sólningu og vannst í nokkur ár sem verkstjóri. Þú í Tollgæslunni þar sem þú verður yfirtollvörður og yfirmaður svokallaðs Svarta gengis. Æskuástin þín hún Solla sem þú átt með tvær dætur þær Söndru og Tinnu þú ert verulega stoltur af þeim. Þá hefst síðara tímabíl mótohjóladellu þinnar , þú kaupir þér Triumph Trident T-160, sem var fyrsta hjólið sinnar gerðar á Íslandi. Þú gerir það upp eins og nýtt. Gömul hjól voru á þessum tíma var allt sem gaf lífinu lit, þökk sé einum félaga vorum Hilmari Lútherssyni. Haukur þú ásamt Þresti Víðiss., Torfa Hjálmarss. og mér stofnuðum Vélhjólafjelag Gamlingja, en fleiri komu við sögu t.d. Pétur Andersen. Við í hringferð á gömlum mótorhjólum þú og Torfi á Triumph, ég á Norton, Pétur á BSA og Þröstur á BMW , mig grunar að þáverandi fjármálaráðherra hafi hugsað til okkar með hlýhug. Við heimsækjum síðan England ásamt Torfa, allir á Triumph Trident, Haukur við áttum saman tvær frábærar vikur í einstöku veðri. Þú kynnist síðari eiginkonu þinni henni Kollu og ég er þinn besti maður í giftingu þinni í Fríkirkjunni. Mikið fjör á þessum árum, margar mótorhjólaferðir ofl. Þú kveður tollgæsluna eftir að hafa unnið enfremur í stuttan tíma hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli og vinnur hjá Ikea í nokkur ár síðan skamman tíma hjá Mest og síðan hjá Skeljungi. Haukur verð að segja þér það að allir segja það sama um þig sem starfsmann og vinnufélaga: Heiðarlegur, vinnusamur , stundvís og frábær vinnufélagi. Ein utanlandsferð fyrir ekki mörgum árum og þá til Stafford á Englandi ásamt Hirti mági þínum, Hilmari og Berg Sandholt. Sumir segja að þú hafir náð auknum þroska þegar þú sagðir skilið við bresk mótorhjól og tókst upp nýja trú "Kawasaki", í dag Haukur átt þú tvö glæsilegustu Kawasaki landsins annað gamalt snyrt af þér til hins betra og hitt nýlegt, sem þú keyptir nýtt, en algjörlega endursmíðað af þér, en við mótorbreytingar Rexsins aðstoðaði mágur þinn sem og þinn vinur hann Hjörtur, en Haukur ég verð að segja það að Hjörtur og Ágústa systir þín hafa verið þér einstakir vinir og þá er á engan hallað tel ég. Þú ert ríkur maður Haukur að eiga stóra fjölskyldu, dætur þínar hana Söndru og Tinnu, Ernu móður þína, Richard föður þinn, systkini þín hana Camillu, Huldu, Bjarney, Ágústu, Petru og Arnar. Ætla ekki að hafa þetta lengra kæri vinur við sjáumst síðar, kveð þig með þinni kveðju: Annars allt gott, sjáumst hressir.
Þinn vinur Óli.
Ég og fjölskylda mín votta allri fjölskyldu Hauks okkar dýpstu samúð , minning um góðan vin lifir með okkur.
Ólafur R. Magnússon, Ása Gíslason og fjölskylda.
Við félagar og vinir Hauks Richardssonar í hér Vestmannaeyjum viljum þakka fyrir góð kynni vinskap og tryggð við félag okkar mótorhjólastráka hér í eyjum. Satt að segja þá smell passaði Haukur inn í þennan heim okkar varðandi sýn á mótorhjól pælingarnar og sportið allt í kringum það, hann Haukur var sérstaklega natin við hjólin sín og var það reyndar alltaf enda alvöru mótorhjólamaður hér á ferð. Hans verður sárt saknað í þessu litla samfélagi sem við lifum og hrærumst í.
Að endingu viljum við votta öllum aðstandendum Hauks Richardssonar samúðar okkar og víst er að hans verður sárt saknað.
Fyrir hönd Mótorhjólaklúbbsins Drullusokka Vestmannaeyjum
Tryggvi Sigurðsson.
Skrifað af Tryggvi
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember