M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

23.05.2012 20:12

CB 750 í Borgarnesi.




Sá þessa gömlu 750 Hondu af árg 1972. það má taka vel til í henni en samt er hún nú mun flottari en þegar ég sá hana síðast.



Hér er Doddi sem hefur umsjón með græjuni þessa dagana en hjólið á enn Einar Marlboro maður.



Svo varð gamla dýrið að fá mynd með sér við hlið þessa forláta grips sem vel má eyða í 1 kúlu af aurum þá yrði hún nú fín blessunin.



Hér er svo ein gömul mynd af sömu Honduni en hún er tekin í eyjum Árið 2008 og gott ef Doddi og frú eru ekki þarna í bakgrunnin, Þarna er enn á hjólinu ógeðshlífin á gripnum en þetta er ein sú ljótasta vindhlíf sem ég hef nokkurtíman augum litið. Gaman hefði samt verið að fá að prjóna svolítið með þetta allt framan á hjólinu.

Flettingar í dag: 1190
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409244
Samtals gestir: 86230
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:57:32