M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

20.05.2012 21:31

Honda CB 750 four ever


Hér eru tvær af fimm 750 Hondum Eyjamanna í dag og er þá átt við þessar gömlu með Sohc mótornum það er einn yfirliggjandi knastás. Myndirnar voru teknar um daginn þegar hittingur var hjá okkur sokkum. Fyrir þá sem ekki vita að þá er sú bláa í eigu formanns og sú rauða í eigu varaformans Drullusokka, svo það sést að Sokkarnir geta líka verið tandur hreinir.





Sú rauða er K1 og táknar árgerð 1971, sú bláa er K4 og er árgerð 1974 bæði þessi hjól eru algörlega í orginal lúkki að utan en innvolsið er algjört leyndarmál og má Gilli Úra og Biggi Jóns ekki vita meira um það.





 En eins og Daddi segir Kúta fjöldinn er mikill á þessum fortíðargræjum








Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409040
Samtals gestir: 86228
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:36:28