M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.03.2012 00:58

Ferðaskrá Drullusokka sumarið 2012.

 
Nú fer að líða að því að við verðum að fara að semja ferðarplan fyrir sumarið 2012. Að vísu vorum við Hermann og Darri búnir að semja svona lauslega ferðartilhögun okkar í sumar. Þar er gert ráð fyrir ferð á Snæfellsnes gista eina nótt, góður rúntur og það allt á malbiki, Eins er gert ráð fyrir ferð á Akureyri 17 júní það er bíladaga. Samför með vinaklúbbnum Göflurum en svoleiðis ferð heppnaðist frábærlega vel í fyrra.Við ættlum að hittast niðri á bryggju á Sjómannadaginn og eins á fimtudeginum fyrir Þjóðhátíð eins og vanalega. Svo verða dagsferðir líka í sumar svo framalega að Landeyja höfn virki. Sem sagt fullt í gangi hjá  M/C Drullusokkum fyrir sumarið 2012  klúbb sem er ekki undir eftirliti hjá Ríkíslögreglustjóra af þeim 11 klúbbum í landinu sem þar eru undir ströngu eftirliti þessa dagana. En nánar um þetta í næstu viku og verður það allt undir dálknum, Á döfini hér ofar á síðuni.



Læt eina mynd fljóta hér með úr síðustu Færeyjaferð okkar Sokkasumarið 2011.
Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1415215
Samtals gestir: 86426
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 03:48:17