M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.03.2012 15:15

Kawasaki ZX-14R

Kawasaki hefur aftur náð forystunni í keppninni um  aflmesta hjólið með 2012 árgerðinni af ZX-14R hjólinu. Mótorinn hefur verið boraður útí 1441cc, portum og ásum breytt  og stimplar léttari og sterkari og þjappan er 12,3:1. Loftsían er 10% stærri og skilar 40% meira loftflæði. Þessar breytingar á mótornum skila  210bhp og afl útí afturhjól  197hö!  Til samanburðar skilar 2006 módelið rúmum 170hö á afturhjól og Hayabusa ca.175 hö, og þykir flestum nóg.

Öll þessi hestöfl koma þessu stóra hjóli kvartmíluna á 9,37sek.með endahraða uppá 240km/klst!

Hjólið er með slipper clutch og traction control og er með þrjár keyrslustillingar "full power, medium power, og stillingu fyrir lítið veggrip".

Það hafa verið gerða lítilsháttar útlitsbreytingar á því og er þetta glæsilegt hjól. Verðið er $14.700.



Formaðurinn yrði flottur á þessu, enda á formaðurinn að mínu mati alltaf að eiga kraftmesta hjólið!


Sérlega fallegt hjól


Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1415161
Samtals gestir: 86425
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 03:27:11