M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

04.03.2012 13:37

Bretinn kemur passið ykkur !


Það hafði einn gamall maður samband við mig og spurði er ekki til hópmynd af Breskum mótorhjólum á Íslandi og þá átti hann við mörgum Bretum saman.Við fórum að sjálfsögðu á stúfana og leituðum og leituðum og viti menn við fundum eina, en við þurftum að fara alveg niður til stríðsárana til að finna hópmynd af Breskum mótorhjólum og það með Bretum á í þokkabót.
En annars að öllu gríni slepptu þá er þetta frábær mynd sem við stálum frá Njáli Gunnlaugssyni og vonandi fyrirgefur hann það. Maður bara gerði sér enga grein fyrir hvað Bretarnir komu með mörg mótorhjól hingað til lands í stríðinu. Ekki skemmir fyrir myndini gömlu gufukyntu línuveiðararnir sem standa þarna fyrir aftan, og það sá fremsti frá Eyjum Málmey VE 110.



Þarna tel ég 34 Breta, Triumph BSA, Ariel, Matchless og kanski Norton líka.
Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1415215
Samtals gestir: 86426
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 03:48:17