M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.02.2012 11:31

Vetrarverkefnið mitt í hjólum.

 
Ég tók mig til og reif Gold Winginn svolítið niður og ætla ég að snudda svolítið í honum í vetur svo hann verði nú fínn í vor þegar ferðirnar hefjast enda gamli snildar ferðagræja.



Hér er rokkurinn og tímareimarnar svo og stekkjararnir farnir og verður þetta allt endurnýjað enda orðið gamalt svona fyrirbyggandi aðgerð.



Hér má sjá að bensíntankurinn er undir sætinu eins og er á litla Daxinum líka.



Eitthvað á ég eftir að rífa meira svo sem afturgaffalinn og sprauta hann.



Einig stendur til að hafa litabreitingu á gamla en ég á auka sett af hlífum á græjuna sem Sæþór í Bragganum ætlar að sprauta fyrir mig í orginal bláa GL 1000 litnum ég á síðan svarta settið bara svona auka.



Hann verður glerfínn í vor sá gamli og klár hvert á land sem er.
Flettingar í dag: 1451
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2718
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 2386104
Samtals gestir: 106308
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 08:02:31