M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.02.2012 10:44

Er ekki kominn tími á 750 Hondu ?




Hér er síðasta útgáfan af Hondu 750 með gömlu sohc vélini það er einn knastás Þessi honda var nefnd F 2 og var af árg 1978 hún hafði stærri ventla og snérist meira  einig hafði hún stærri blöndunga heldur en sú gamla, F2 Hondan var gefin upp 72 hestöfl en sú gamla var 67 hesta ( Samt nóg fyrir Norton) Það kom ein svona til landsins á sínum tíma.



F 2 hjólið hafði ekki sama sjarmerandi pústkerfið og gamla og var þetta nýtt hjá Honda að koma með 4 í 1 púst og einig álfelgur af fyrstu gerð einig kom þarna 2 diskar að framan og einn að aftan svo skálabremsurnar hanns Dadda voru að líða undir lok þótt hann væri bara 6 ára gamall blessaður littli guttinn.
Hondan sem kom hingað til landsins á sínum tíma lenti í  mjög slæmu slysi fyrir utan Klúbbinn gamla á Kringlumýrarbrautini og var hjólið rifið eftir það og sameinað einni af eldri gerðini en sú Honda kom  svo hingað til eyja og áttu hana hér meðal annars Laugi Friðþórs og Addi Steini bróðir.

Flettingar í dag: 1338
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 805
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1414644
Samtals gestir: 86408
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 23:22:27