M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

06.02.2012 10:00

Honda cz100 Monkeybike


Hér er eitt gæjalegt 50 cc frá sjöundaáratugnum hjól sem ekki var mikið framleitt af en littlir guttar voru sjúkir í enda lítið, engin kúpling og 3 gíra hálfsjálfskipt bara að gefa í og þú varst komin af stað. í dag er þetta hjól rándýrt svo dýrt að það dytti engum í hug að versla það nema kanski útrásarvíkingi um 2007. En hvað um það þá rambaði eitt svona upp á klakann árið 1966 nýtt og lá lengi í Hondaumboðinu og var að lokum selt hingað til Eyja hér djöfluðust einar 3 kynslóðir stráka á hjólinu þar ti yfir lauk og einhver kappi náði að sjúga hjólið upp á land fyrir einum 20 árum síðan og hefur ekkert til þess spurst síðan.
hér eru svo nokkrar myndir sem ég hef fundið af þessu flotta krakkahjóli sem gaman væri að leifa barnabörnunum að leika sér á og eins honum Dadda litla hann fengi þá loks að prufa alvöru mótorhjól.



Það væri ekki amalegt að eiga eitt svona uppi á vegg í blskúrnum klárt í slaginn, og eins bara í skottinu á bílnum ef hann bilar þetta er betra en varadekk.



Hondan er hard tail eins og Harley menn segja og meiar að segja demparalaust með öllu eins og alvöru Chopper.



Hjólið sem kom hingað nýtt var svona með hvítum bensíntanka en rautt að öðru leiti en tankurinn var eins og á hefðbundini Hondu 50 þessa tíma.



Hér er vélasalurinn í græjuni.



Þessi mynd gæti nú alveg verið tekin í bílskúrnum hjá Dr Bjössa því þessi er búinn að ná að sjúga til sín helling af þessum þótt notin séu enginn.



Hér er svo eitt í lokin sem búið er að preppa vel upp þetta Monkebike ku vera orðið það öflugt að það bókstaflega stíngur gömlu stríðsára framleiðsluna frá bretanum af hvort heldur það er Norton eða Triumph Það kæmi nú heldur betur upp fílusvipur á Óla Bruna þegar 8 ára gamall gutti myndi þjóta fram úr kallinum á Bresku kolalestini sem væri samt undir fullum dampi.

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1415161
Samtals gestir: 86425
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 03:27:11