M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

07.01.2012 20:57

HONDA CB750 Hondamatic

Honda kom með (hálf)sjálfsskipta útgáfu af CB750 á árunum 1976-78.
Þeir kynntu hjólið 1976 og var það bara selt á ameríku-markað.
Hjólið er útbúið með tveimur gírum og hvor gír hefur sína kúpplingu (en ekkert kúpplingshandfang), hjólið fer ekki á milli gíra nema að ökumaðurinn skipti sjálfur, nema þegar hliðarstandarinn er settur á, þá fer það í frígír.
Þeir notuðu sama mótor og í venjulega CB750 með nokkrum breytingum. Þjappan var minnkuð, notaðir voru minni blöndungar, sama olía er fyrir mótor og skiptingu, olíunni var komið fyrir í pönnunni (wet sump) í staðinn fyrir í olíukönnu (dry sump) eins og í hinni 750 Hondunni. Hjólið skilaði 47 hestöflum. Þetta hjól seldist lítið og var framleiðslu hætt eftir tvö ár á markaði. En eitt svona hjól rataði til Íslands og síðast þegar að ég vissi var það í ágætis standi.

"76

"78
Flettingar í dag: 445
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 3979
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 1905017
Samtals gestir: 98648
Tölur uppfærðar: 9.4.2025 01:50:41