M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.11.2011 21:13

Honda concept....

Honda ætlar að kynna concept útgáfu af götu-racer á Tokyo motor sýningunni í næsta mánuði.
Það er kannski ekki frásögufærandi nema vegna þess að hjólið er með rafmagnsmótor........
Mér persónulega finnst það ekki spennandi en fólk í netheiminum er spennt að sjá útkomuna.
Honda notar rafmagnsmótorinn úr Honda Insight hybrid bílnum (eins og Örn á brekku á) í hjólið, þeir segja að hjólið eigi að minna á 600cc hjól í 250cc boddý-i, svo létt og lipurt á það að vera. Er þetta framtíðin ????

Framljósin eru led-ljós í loftinntakinu...

Hjólið er einnig með öhlins dempara að framan og aftan og Brembo bremsukerfi.
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 9760
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 1887105
Samtals gestir: 98216
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:00:05