M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

18.10.2011 22:52

Almanak


Á síðasta aðalfundi var samþykkt að útbúa almanak fyrir árið 2012.
Árið 2011 flýgur áfram, þannig að við verðum að fara að huga að hönnun og gerð almanaksins. Gilli Hjartar hjá prentsmiðjunni Eyrúnu getur græjað almanakið, en þá er bara að komast að niðurstöðu um hvernig það á að vera.
Eigum við að safna saman myndum frá meðlimum, eða hittast og taka nýjar myndir. Það kæmi líklega fínt út að vera með 4 myndir á síðu, og þá 48 í heildina,
Jæja Drullusokkar, endilega kommentið þið nú, segið það sem ykkur finnst....
Flettingar í dag: 1729
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 14708
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 3063914
Samtals gestir: 112757
Tölur uppfærðar: 17.12.2025 07:26:56