M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.10.2011 09:41

Oddur í Lyngfelli á Bonneville 650


Hér eru myndir af Oddi heitnum Guðlaugssyni í Lyngfelli sitjandi á nýjum Triumph Bonneville af árg 1967 en hjólið átti þarna Guðmundur Tegeder. Oddur var nú aldrei sjálfur hjólari en litríkur karater með eindæmum já svo vægt sé til orða tekið en Oddur lést langt fyrir aldur fram rétt þrítugur að aldri af slysi sem var skelfilegur harmleikur. 



Hér er Oddur töffaralegur fyrir utan Lyngfell en í dag er þarna hestabú en í den
voru það hænur og
aftur hænur.



Ekki þekkjum við littlu stúlkuna sem situr fyrir framan Odd en þarna gæti verið dóttir hans



Hann er flottur þarna splunku nýr Triumphinn en myndirnar eru teknar árið 1967

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1414729
Samtals gestir: 86411
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 00:56:37