M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.10.2011 23:12

Kawasaki ZZR(ZX)1400

Kawasaki var að kynna 1400 Kawann fyrir næsta ár .
Hann er töluvert breyttur frá hjólinu sem hefur verið á markaðnum síðustu ár, en ekki nýr frá grunni. 2012 hjólið er með1441cc í stað 1352cc í eldra hjólinu, með þessu bori fá þeir meira tog á öllu snúningssviðinu. Kawasaki fullyrðir að hjólið muni skila yfir 200 hestöflum og verði einnig sneggsta fjöldaframleidda hjólið á markaðnum. Rickey Gadson aðal kvartmíluökumaður Kawasaki hefur prófað hjólið og er búinn að ná einhverjum svaka tímum í 1/8 & 1/4mílu á standart hjóli segja Kawasaki menn.
Hjólið verður með traction control og nokkrum "möppum" (powermodes) sem hægt er að velja um.

Fljótt á litið lítur það eins út og eldra hjólið, en margt hefur breyst, plasthlífarnar, framljósin, hljóðkútarnir, felgurnar, sætið ofl. sem sagt alveg eins nema aðeins öðruvísi.

 

Flettingar í dag: 1756
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409810
Samtals gestir: 86244
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 07:58:31