M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.10.2011 23:08

50cc í gegnum árin

50 kúbika hjólin eru stór partur af mótorhjólamenningunni. Ég segi fyrir sjálfan mig að nöðrutímabilið var ábyggilega eitt skemmtilegasta tímabilið á hjólaferlinum mínum allavegana fram að þessu, kannski vegna þess að eina sem maður þurfti að hugsa um var naðran, nógur tími til að hjóla, dunda og spá í tækið.
Hér fyrir neðan eru myndir af nöðrum í gegnum árin.



Hér eru fyrstu nöðrurnar sem komu Victoría nær og NSU fjær á hjólunum sitja Raggi Bald og Páll Pálmason



Hér er fyrsta gerð Honda 50 ( C110 ) árg 1963 á myndinni eru
Óli Venna og Raggi á Látrum


Hér eru fjórar Hondur tvær 50 cc sú bláa er árg 1967 og sú rauða er árg 1963


Þessi Honda 50 var sérstök og eina svona hjólið sem kom hjólið hét CZ 100 á græjuni situr Óskar Þór Óskarsson


Honda 50 sem að Stebbi Finnboga á, þetta er C 114 árg 1967 3 gíra, en þetta hjól lítur eins út og fyrstu Hondurnar sem komu árið 1963.

Svo er Daxinn klassískur, og var mikið af honum á landinu á sínum tíma. Daxinn var kynntur árið 1969 og framleiddur til 1981, árið 1995 byrjaði Honda aftur að framleiða hann til ársins 2000, hjólið er með 3.gíra kassa og enga kúpplingu.

Hér eru Darri á Suzuki AC50 og Hermann Haralds á Honda SS50, myndin er tekin ca. 1975. AC súkkan var með 2-stroke vél, en SS-inn með sömu 50cc fjórgengis vélina og í Daxinum, nema með 5. gíra kassa og kúpplingu, Þessi vél er fjöldaframleiddasta bensínvél sögunnar og er enn þann dag í dag framleidd og notuð í barna krossara frá Honda.



Hér er Gunnar Laxfoss á Suzuki AC 50 árg 1977


Hér er Davíð Þór Einarsson á AC 50 árg 1977

Hér er Honda MB-50 sem er götuútfærslan ,MT-50 var svo torfæruútfærslan, sama stell og vél, Þetta hjól átti Gummi Páls, hann keypti það af Hlyn Sigmunds, Hlynur mixaði tvo hljóðkúta á hjólið og útvarp í sætið. 

Siggi Árni á Kawasaki AE 50, Ingi Þór á Honda MTX 50 og Sæþór (ég) á Suzuki TS50XK, TS súkkan var vinsæl naðra hér á landi, og e-ð til af þeim enn í dag . Gaman væri einhvern daginn að finna TS-ið og skvera það.......

Honda MBX50(80) sem að Egill Kristjáns átti, hér eru nöðrunar aðeins farnar að líkjast götugræjum dagsins í dag.  MBX-ið var með diskabremsu að framan sem þótti frekar flott.


Honda NSR50, svona hjól sá ég í Honda umboði á Mallorca 1996 (þá 13 ára) og slefaði, seinna komu svo plastnöðrunar til landsins.

Peugeot XR-6 2006, hjól sem að Óðinn Ben átti nýtt, glæsileg naðra.

Þetta er flott mynd, þrjú frekar ólík hjól.
Eva Dögg Davíðs á nýlegu kínahjóli, Jóhanna Svava Darra á SS50 og Sæþór Birgir Sigmars á Yamaha Tzr 50

Flettingar í dag: 1836
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409890
Samtals gestir: 86245
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 08:20:30