M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.09.2011 21:28

Kawasaki W800 2011

Viggi #124 sendi okkur mynd af nýju hjóli frá Kawasaki, já Daddi loksins e-ð fyrir þig..... Hjólið var reyndar framleitt 1999-2007 með 650cc mótor ,en kom núna 2011 með 800cc mótor. Það sem er athyglisvert við þetta hjól er að fljótt á litið er það eins og gamalt breskt hjól, fyrirmyndin er til Triumph Bonneville. Það hefur gamla lúkkið með nýrri tækni, hjólið er áræðanlegt og nokkuð kraftmikið af svona hjóli að vera. 773cc loftkæld vél með beinni innspýtingu sem falin er inní (gervi) blöndungum sem að eru eingöngu hafðir uppá útlitið, hjólið er 5 gíra og með 1 bremsudisk að framan og bremsuskál að aftan, og vigtar 216kg.
Það sem mótorhjólablaðamenn setja helst útá er að það vantar kick-start sveifina en þeir eru ánægðastir með hugmyndina að setja hjól á markað með útlit gömlu hjólanna og áræðanleika nýju hjólanna.

Kawasaki W800

Flettingar í dag: 2028
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410082
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:28:44