M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.09.2011 20:00

Enn bætist í CB 750 hópinn


Gauji Engilberts er búin að vera duglegur að flytja inn 750 Hondur frá Ameríku og nú nýverið bætti hann enn einni við svo nú eru þær orðnar 5 bara hér í eyjum. Ég og Hjalti fórum og skoðuðum gripinn í gærkvöldi og smelltum nokkrum myndum af nýjustu Honduni hans Gauja.



Hjólið er framleitt árið 1974 og er bara bísna gott þótt klappa megi því töluvert




Hér er Hjalti gamli að skoða græjuna.







Ég hitti Gylfa Úraníusson í dag og barst Hondan hans Gauja í tal og sagði hann með bros á vör þetta er bara að verða almeninnings græjur hér í eyjum. En ég segi bara eins og Gunni frændi á Stokkseyri það verður bara að stoppa frekari innflutning svo þetta verði ekki bara eins og Toyota Yaris á öðru hverju götuhorni þótt góðar séu það er að segja Hondurnar.
Flettingar í dag: 1993
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410047
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:05:28