M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

06.09.2011 21:50

Fyrir og eftir

Það er alltaf gaman að sjá hvað fólk er að brasa í skúrnum, margir eru að bæta og breyta eða jafnvel að taka hjólin alveg í gegn.
Það er alltaf gaman að skoða myndir af breytingar- (uppgerðar) ferli,þess vegna væri gaman að fá myndir af því sem þið eruð að gera í skúrnum,um að gera að senda myndir eða hafa samband og ég kem og tek myndir .

Hér koma nokkrar fyrir og eftir myndir:


Þessi mynd er tekin fyrir 1. ári síðan, þá var Fiddi Palli nýbúinn að festa kaup á þessum 750 Zephyr Kawa árg 1992. Fiddi duddaði aðeins í hjólinu síðastliðinn vetur og hér fyrir neðan er útkoman.

Eins og þið sjáið þá er Fiddi kominn í leðurgalla á neðri myndinni, já og hjólið er aðeins öðruvísi á litinn. Glæsileg græja hjá karlinum.

Hér er svo Tridentinn fyrrv. hans Bigga Jóns, sem að Óli Bruni breytti í café racer

Hér er hann notaður sem loftskraut á aðalfundi 2009

Þessi mynd er tekin á þessu ári Tridentinn orðinn reffilegur café racer, kemur bara nokkuð vel út.

Næst er það Fireblade 2008 sem ég sjálfur verslaði nýtt og á það enn í dag, ég hef breytt því smátt og smátt og geri það svolítið að mínu.

Hér er græjan ný í sept.2008

Hér er svo mynd sem ég smellti í vor, ýmislegt hefur breyst, og er það jú hluti af dellunni að pússa, sjæna og breyta.

Endilega sendið myndir af skúradundinu hjá ykkur ef þið hafið áhuga .
[email protected]

Flettingar í dag: 1993
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410047
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:05:28