M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

04.09.2011 15:47

Aðalfundur 2011

 Þá er aðalfundurinn afstaðinn með öllu sem honum fylgir þ.e.a.s. hópakstri í sumarblíðu, stjórnarskiptum, áti, þambi og bulli, og allt fór vel fram. Lögreglan lét reyndar sjá sig einu sinni þegar farið var að líða á kvöldið og kvörtuðu laganna verðir yfir því að ekkert væri búið að kvarta yfir ólátum.
 Ný stjórn var kosin :
  • Formaður                                      Tryggvi Sigurðsson
  • Varaformaður                                (Gunnar) Darri Adólfsson
  • Gjaldkeri                                       Sigurður Óli Steingrímsson
  • Yfirsokkur norðureyju                   Hermann Haraldsson
  • Tæknistjóri vefsíðu                       Vignir Sigurðsson
  • Umsjón vefsíðu                             Sæþór Gunnarsson, Dr Björn Benediktsson,Tryggvi                                                     Sigurðsson og Hermann Haraldsson
                                                                       
Ýmislegt annað var rætt á fundinum s.s. umræður um merktan varning, boli, könnur, glös, ofl. Félagsgjöld voru hækkuð úr 3000kr. uppí 5000kr.
Einnig var ákveðið að græja almanak fyrir árið 2012, aðalfundur næsta árs verður í byrjun sumars,
og hugmyndir um lokahóf í lok sumars. Einnig komu upp hugmyndir um að festa stað og tíma einu sinni í viku hér á eyjunni yfir sumartímann þar sem þeir sem vilja geta hist spjallað og tekið hring saman. Þetta fór allt vel fram og allir skemmtu sér og borðuðu góðan mat saman. (Ég vil minna þá sem eiga eftir að borga matinn á að leggja inn 3000kr.á reikning Drullusokkanna, sjá reikn.nr. hér hægra megin.) Takk fyrir helgina ......

Hér eru svo nokkrar myndir frá helginni.

Byrjað var á að hittast við Skýlið kl.14

Biggi Jóns. og Óli


Þetta verður víst allt erfiðara með aldrinum

3.eins

Veðrið var frábært

Gunni kokkur hjá Einsa kalda sá til þess að enginn fór svangur heim.





 
Flettingar í dag: 1993
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410047
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:05:28