M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

18.08.2011 20:31

Varasamir Gamlingjar


Ég tók mig til og fór upp á elliheimilið Eir og falaðist eftir að fá nokkra vistmenn með mér í dagsferð austur fyrir fjall, eftir talsvert stapp við forstöðukonuna á heimilinu að þá tók hún af mér loforð um að ég myndi skila þeim aftur heim síðdegis. En gömlu mennirnir plötuðu mig illilega.



Svo ánægðir voru þeir gömlu með að ég skyldi fá þá lánaða að þeir ekki bara föðmuðu mig heldur föðmuðu þeir hjólið mitt líka.



Og meira að segja kisstu það svo mikil var gleði gömlu mannana að sleppa út í eina dagstund.



Gleðin skín úr augum þeirra við smá frelsi, en Adam var ekki lengi í Paradís.



Því þarna kom mjög svo varasamur nagli sem hreinlega stal Gamlingjunum frá mér á meðan ég brá mér á salernið, þeir hurfu út í buskann og það síðasta sem heyrðist af kvikindunum var að þeir hafi sést í Grímsnesinu pakksaddir eftir grillveislu svo síðar um nóttina sáut þeir aftur alveg rammviltir og þríhjólagæjinn á bak og burtu sá sem stal þeim í upphafinu og svo fékk ég bara skammir í hattinn fyrir að hafa tínt vistmönnunum af Eir og kerlinginn alveg band bráluð.



En þessum tveimur náði ég samt á hlaupum út á stóru túni innan um karöflugrös og stafnum náði ég líka þótt hann hafi einig reynt að stinga af.



Já þeir Hilmar og Húni reyndu að fela sig bak við kartöflugras en klikkuðu á því að vera of hávaxnir svo kartöflugasið náði ekki að fela þá.



Hér erum við með sporhundinn Sníkir en hann klikkaði á því að finna Eirbúana sem voru á bak og burtu.
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1414729
Samtals gestir: 86411
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 00:56:37