M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.08.2011 10:50

Aðalfundur Gamlingja í Þykkvabæ nú um nýliðna helgi


Það var margt um manninn í Þykkvabænum hjá foringjanum Dagrúni og mörg gömul en glæsileg hjólin sem félagsmenn mættu á, en þetta var sennilega eini fundurinn sem enginn Bresk hjól mættu á svæðið því flórann var öll ættuð frá Japan kíkjum á nokkur eintök. En sem gamlingi sakna ég Bretana Triumph BSA og Norton sem voru allsráðandi þegar við vorum börn.





Hér eru tvær myndir af Kawasaki Z1 900 árg 1974 en þetta hjól flutti Ólafur Magnússon ( Óli Bruni ) inn frá Þýskalandi í fyrra, og var hjóliðí þessu toppástandi sem það vissulega er.



Þessi 900 Kawi kom nýr til landsins árið 1973 og er hjólið eiganda sínum Sigurjóni Stefánssyni til mikils sóma






Hér er Z 1000 árg 1978 og flutti eigandinn Haukur Richardsson hjólið inn frá Þýskalandi fyrir nokkrum árum siðan og er Haukurinn búinn áð nostra vel við gripinn sem er gullfallegur í alla staði.



Hér er ein Honda cb 750 árg 1973 eigandi er Doddi Borgnesingur og fer Hondan hjá honum battnandi með hverju árinu sem maður sér hana.



Hér er Kawasaki GPZ 900 árg 1986 en þetta hjól á Tæmerinn gamli ( Hilmar Lúthersson ) hann átti það nýtt á sínum tíma en seldi og verslaði svo aftur nokkrum árum síðar og gerði fínt aftur.



Hér er hópmynd af Gamlingjum  sem farnir eru flestir að eldast eins og Tæmer segir



Hér eru svo umsækendurnir í ár en það vekur ath að helmingurinn af þeim eru Vestmannaeyjingar og allir drullusokkar lika. Það er aldrei að vita nema ég komi með meira frá þessum fundi síðar og jafnvel bulla svolítið lika með því.
Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17