M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.08.2011 09:47

Óli Bruni og Nortoninn hans.




Hér sjáum við Óla Bruna við Nortoninn sinn sem er glæsilegur í alla staði og ekkert verið til sparað varðandi hjólið,meira að segja heyrði ég að Óli hafi flutt inn til landsins sérstakan Norton sérfræðing svona til að fínstilla græjuna og fara yfir gangverkið svo Nortoninn vinni nú sem best.



Óli má vera stoltur af Noton hjólinu enda flottur gripur og í toppstandi.



Hér má sjá Hauk tollara votta vel unna vinnu hjá sérfræðingnum sem kann sitt fag.



Eftir áræðalegum heimildum ku maðurinn í miðjuni vera Kristian Norton Villers topp tjúnari  Norton verksmiðjana sálugu en sagan segir að eftir að Norton samsteypan fór á hausinn að þá hafi Kristían farið að vinna sjáfstætt við Norton tjúningar víða um heiminn með mjög góðum árangri.



Það er ekki furða að þeir séu ánægðir Óli og Haukur á þessari mynd enda með sérfræðinginn á milli sín sem náði víst einum 2 aukahestöflum út úr Nortoninum með snilligáfu sinni.


Flettingar í dag: 1903
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409957
Samtals gestir: 86245
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 08:41:50