M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.08.2011 11:32

Vignir heitinn Einarsson




Hér eru myndir af Einari Vigni Einarssyni og situr hann hér á Hondu CB 125 sem Guðmundur Tegeder vinur hans átti þessar 3 myndir eru teknar í september árið 1966 en aðeins tveimur mánuðum seinna að þá lést Vignir aðeins 17 ára gamall í mótorhjólaslysi hér í eyjum ,hann var að kaupa eins hjól og hann situr á en það hjól var að vísu 305 Honda, Vignir var að prufa hjólið og missti stjórn á því og lenti ofan í tröppunum við Hásteinsblokkina og lést hann skömmu síðar.



Það má segja að það sé kaldhæðni örlagana að á þessu hjóli sem Vignir situr á lenti Sverrir Þór Jónsson í mótorhjólaslysi 3 árum síðar,en þar lét Sverrir lífið rétt tvítugur að aldri. Sverrir var bróðir Bigga og Stebba Jóns sem eru miklir mótorhjólamenn enn þann dag í dag.



Hér er svo ein mynd sem tekin var á sama tíma af 125 Honduni en þetta hjól var ávalt kallað Geitin og var það vegna þess hvað stýrið minnti á hornin á Geit. Sem ungur pjakkur man ég vel þegar Sverrir heitinn var að stíða bróðir sínum Bigga sem átti hjólið og sagði að hann ætti geit en ekki hjól.


Flettingar í dag: 1756
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409810
Samtals gestir: 86244
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 07:58:31