M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.06.2011 11:44

Færeyjaferð 2011


Jæja nú styttist óðfluga í Færeyjaferð okkar Drullusokka en við eigum að sigla frá Seyðisfirði fimtudaginn þann 23 júní eftir því sem ég best veit að þá eru 16 manns búnir að skrá sig í ferðina.

Við hér sem búum í Eyjum ætlum að fara með fyrstu ferð Herjólfs miðvikudaginn 22 júní sem er eftir 5 daga. Svo við ættum að vera komnir upp á þjóðveg 1 fyrir kl 10,00 um morguninn en þar munu bíða eftir okkur félagar af norðureynni, síðan leggjum við bara í ann austur og ættum að vera á Hornafirði á milli kl 1300 og 1400 og ef við förum alla leið á Seyðisfjórð ættum við að vera þar á milli kl 21,00 og 22,00 um kvöldið. Við eigum að vera mætt kl 07,00 á fimtudags morguninn. í afgreiðslu Norrænu en hún siglir kl 09,00

Ef veður verður vont að þá gætum við gist á t,d Stöðvarfiði og vaknað snemma fyrir ferðina á Seyðisfjörð en við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og gefi okkur gott veður á leiðini.eins vonum við að Færeyjisku veðurguðirnir verði jafn góðir við okkur og síðast.Samkvæmt langtímaspánni verður veðrið gott á miðvikudginn sem vonandi gengur eftir.

Minnum ykkur á að hafa græna kortið fyrir hjólið meðferðis en án þess fáum við ekki að fara með hjólið úr landi það er hægt að nágast það hjá Tryggingafélagi hvers fyrir sig og tekur það ekki langan tíma nema menn skuldi i hjóli sínu,Við erum jú engir útrásavíkingar en þeir máttu fara með miljarðana úr landi í tonna vís ekkert mál en ef þú skuldar 50 þúsund eða svo i hjóli þínu þá ertu í nokkura daga stappi við að fá græna kortið afhent

Svo höfum bara gaman af þessu og njótum þess að vera til og heilsum upp á frændur vora í leiðini enda gaman að hjóla þar flottir vegir og göng inn í annað hvert fjall við sáum aldrei löggubíl á ferðini síðast þegar við vorum þarna svo þetta verður bara snildin ein þó ég sé nú ekki að kvetja til hraðaksturs síður en svo enda eru Drullusokkarnir löghlíðnir menn fram úr hófi.

Tryggvi.

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408187
Samtals gestir: 86211
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:51:09