M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

16.05.2011 09:55

Sverrir Jónsson


Hér eru tvær myndir sem Ásbjörn Ólafsson ( Diddi ) tók úti í Aberdeen árið 1968 af Sverri Þór Jónssyni heitnum En Sverrir var bróðir Bigga og Stefáns Jónssona og var hann á milli þeirra í aldri fæddur árið 1948.Líkt og bræður sínir hafði hann gríðarlega mikinn áhuga á mótorhjólum. Sverrir lést langt fyrir aldur fram í Mótorhjólaslysi rétt rúmlega tvítugur að aldri.



Sverrir Og Diddi fóru óhefðbundna leið til að komast út til Bretlands þeir félagar fengu að fara með fiskibát héðan úr eyjum sem var á leið í siglingu með fisk.Fargjaldið borguðu þeir með því að standa stímvaktir á leiðini út, síðan tóku þeir lest frá Aberdeen niður til London og var sko ekki  farið á hefðbundna ferðamannastaði í London heldur voru mótorhjólabúðirnar þræddar enda áhuginn mikill þar. þeir félagar áttu báðir ný hjól heima í eyjum Sverrir með Triumph Bonneville 650 og Diddi með Hondu CB 450 Black Bomber


Hér situr Sverrir á BSA  A10 örlítið breittu í raece stílinn.
Þessar myndir eru úr safni Didda og þökkum við fyrir lánið á þeim og gaman að fá þær inn í safn mynda okkar af litríkri mótorhjólasögu okkar hér á eyjuni litlu.
Flettingar í dag: 742
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408796
Samtals gestir: 86227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:15:18