M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

13.05.2011 00:01

Eitt af þrem CBX hjólunum sem komu ný




Þessi Honda CBX var eitt af þremur svona hjólum sem komu ný til landsins árið 1979 hjólið átti nýtt Óskar Kristinsson á Skagaströnd og var það silfurgrátt að lit og eina hjólið sem var fyrir Ameríkumarkað. Óskar selur svo CBX hjólið til Blönduóss Þegar hér er komið við sögu var 3 eigandinn Gunnar Hreinsson hér í Vestmannaeyjum búinn að kaupa hjólið og búinn að versla á það svart tankasett af 1980 árgerðinni einnig kominn með lægra evrópustýri en standjárnin enn aftarlega eins og í upphafi.Gunnar seldi hjólið upp á land aftur en þar átti það Hjörtur Krómi sem lét króma í því stellið, aftur er það selt til eyja og nú var það Óskar heitinn Eggertsson sem kaupir hann selur Oddgeiri Úraníussyni sem selur hjólið svo aftur upp á land til núverandi eiganda Túrbóskar en hann er búinn að geyma hjólið í kössum í ein 20 ár og er allt útlit fyrir að svo verði áfram. Margir eru búnir að falast eftir hjólinu en hafa ekki uppskorið neitt úr því.Þetta er sem sagt eitt af þrem CBX Hondum sem komu nýjar og voru 3 í fjölda ára í landinu ,í dag eru kominn hátt í 50 svona hjól til landsins og hafa menn verið duglegir að flytja þau inn nú siðari ár. Þetta er því þriggja Óskara hjól með sanni.



Hér er Gunnar Hreins svo kominn upp á afturhjólið  á CBX hjólinu en þetta var lenska hjá eyjapeyjum á þessum árum myndin er tekin árið 1982



Þarna má sjá að einbeittningin er mikil hjá Gunnari Hreins. En á þessum árum voru til 2 CBX hjól í eyjum og eitt á Norðurey
Flettingar í dag: 1836
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409890
Samtals gestir: 86245
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 08:20:30