M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.05.2011 11:44

Kraftmesta götuhjólið

2012 árgerðin af MV Augusta  F4RR var að koma á markaðinn og má segja að þarna komi Superbike fyrir supermenn. Hjólið er með 998cc mótor sem skilar 201Bhp  við 13.500 snúninga og togar 114Nm við 9.200 sn. Sem gerir þetta að kraftmesta hjólinu á götunni.  Hámarkshraðinn er 314 km/klst. Hjólið er náttúrulega allt meira og minna úr léttmálmsblöndum fyrir hámarksstyrk og eru innsogs-og útblástursventlarnir úr Títanstáli.  Allt er gert til þess að hafa hjólið sem léttast og ekkert til sparað. Hraðinn í gírum er eftirfarandi:

1st - 141 kmph
2nd - 181 kmph
3rd - 217 kmph
4th - 249 kmph
5th - 283 kmph
6th - 314 kmph

Búist er við að höfuðkeppinauturinn Ducati komi með nýtt superbike í nóvember sem eigi að slá þetta út en þangað til er þetta kóngurinn. Verðið er "aðeins" $33.000 -.  Nú þarf Hörður Snær bara að fara að safna!



Þetta er mögnuð græja!

Flettingar í dag: 1903
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409957
Samtals gestir: 86245
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 08:41:50