M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.05.2011 19:27

Old boys Kawasaki de Norðurey




Hér sjáum við old boys de Kawasaki North Island team. En þessar myndir voru sendar mér frá Dvalarheimilinu Eir en kapparnir voru að leggja í hann upp í Borgarnes á spilakvöld eldri borgara sem haldið var þar en ferðin breittist all snarlega þegar mótorhjólamenn í Borgarnesi sáu til öldungana koma skröltandi yfir Borgafjarðarbrúnna því svo vel vildi til að Bifhjólaklúbburinn Raftar voru með sýningu á Laugardeginum síðastliðna. Gömlu mönnunum var snúið við hið snarasta og þeir sýndir innandyra.



Það voru Þrjú verðlaun í boði og hrepptu þeir þau öll. Fyrsta sæti var fyrir að gömlu mennirnir voru 177 ára gamlir samtals á árinu, annð sætið var fyrir að hjólin þeirra eru samtals 108 ára, og þriðja sætið var veitt fyrir að þeir rötuðu upp eftir óstuddir. En ekki fara af því sögur hvort þeir rötuðu aftur heim en það voru eingin verðlaun fyrir það.



En samt þetta eru glæsileg hjól og gaman þegar menn fara saman á svo glæsigripum út á land og leifa öðrum að njóta. En þarna eru Óli á 900 z1 Kawa árg 1974, Haukur á z 1000 árg 1978 og Sigurjón á z1 900 árg 1973.
Flettingar í dag: 1836
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409890
Samtals gestir: 86245
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 08:20:30