M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

27.04.2011 12:17

Ótitlað

             Dauði "Superbikes" yfirvofandi!

Samkvæmt grein í breska Superbike blaðinu þá er allt útlit fyrir að svokölluð "Superbikes" sem við köllum "racera" hér á landi hverfi úr framleiðslu á næstu árum. Ástæðan er síminnkandi sala og áhugi á þessum hjólum. Samkvæmt sölutölum frá Bretlandi þá fór salan úr 22.500 hjólum árið 2006 í 13.100 hjól árið 2010. Sama saga er á Ítalíu og Þýskalandi. Því hafa framleiðendur brugðist við með því að koma með hjól sem hafa aksturseiginleika Superbikes en eru praktískari og aflminni. Eins og framleiðendurnir segja : "Við látum kaupandann fá hjól sem hann þarf og getur í raun notað".
Honda hefur til dæmis hafið framleiðslu á CBR600F aftur og Kawasaki setti á markað síðasta haust Z1000SX sem hefur vakið mikla athygli og áhuga. Það er með 135bhp mótor en hefur flesta eiginleika racer. Það er talið líklegt að aðrir framleiðendur fylgi þessari stefnu og að Superbikes eins og við þekkjum hverfismám saman.
En þótt að þessi hjól (Kawasaki Z1000SX og Honda CBR600F) séu ekki racerar þá falla þau alveg undir upprunalegu skilgreininguna á Super bike, sem varð til þegar Honda CB750 kom fyrst á markað 1969, þ.e.hjól sem skaraði fram úr venjulegum hjólum í afli, aksturseiginleikum og bremsueiginleikum
.

Kawasaki Z1000SX



Honda CBR600F

Flettingar í dag: 1190
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409244
Samtals gestir: 86230
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:57:32