M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

20.04.2011 12:21

Ein enn 750 afhent eiganda.




Í gær afhenti Addi Steini 750 F Honduna eftir vetrardvölina á Suðureynni en Addi reif gripinn niður og skveraði stellið var allt tekið í gegn og mótor yfirfarinn síðan var það sprautað í Bragganum hjá Darra og Sæþóri og er hjólið hið glæsilegasta á eftir.



Hér er Hondan komin í rétta litinn sem fer henni mun betur en sá blái sem var á henni áður.



Hér eru þeir saman Steini eigandi og Addi Steini og eru bara ánægðir með árangurinn.



Svo er bara að prufa gripinn enda þurfti Steini að ná Herjólfi upp á land með hjólið stuttu síðar.



Látum svo eina fylgja hér með sem tekin var í desember síðastliðnum og er niðrifið hafið og gaman að bera þessa mynd við þær sem teknar voru í gær af hjólinu.
Flettingar í dag: 2221
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 9760
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 1889127
Samtals gestir: 98252
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:30:31