M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.04.2011 10:07

Triumph hjólið sem hann Hjörtur er að gera upp.




Hér er Triumph Trident 750 árg 1974 Hjólið hans Hjartar Jónasonar á Selfossi eins og það er í dag það er mikið búið að gerast hjá kappanum og nú vantar bara gjarðir og eitthvað smádót í hjólið sem er orðið hið glæsilegasta. Það er mikil vinna sem liggur á bakvið þetta hjá honum og drengurinn er eldklár í þessu það má nú segja og greinilegt að hann veit alveg hvað hann er að gera, þessu til staðfestingar koma hér nokkrar myndir af þessu hjóli ef það væri hægt að kalla hjól á þeim sem eru bara nokkra mánaðar gamlar, en kíkjum aðeins á græjuna við upphaf uppgerslunar.



Hér er græjan sem leit nú ekkert séstaklega vel út í upphafinu









Eins og sjá má að þá er mikið búið að gerast í þessu.en Hjörtur er einn þeirra sem ætla að koma með okkur til Færeyja þann 23 júní og eru komnir 12 mans í þá ferð og margir heitir og eru að spá alvarlega að koma með okkur Drullusokkum á 5 ára afmæli félagsins,
Við eru áhveðnir í að hafa bara gaman af þessu og njóta þess einfaldlega að vera til svo við segjum bara Færeyjar hírvíkomm.

Flettingar í dag: 1836
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409890
Samtals gestir: 86245
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 08:20:30