Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
27.03.2011 20:47
Ótitlað
Suzuki verksmiðjurnar kynntu sitt fyrsta og eina hjól sem búið var Wankel vél á sýningunni í Tokyo síðla árs 1973. RE5 eins og hjólið var nefnt þótti vera tæknilegt flaggskip Suzuki á þessum tíma og hið besta mótorhjól. Wankel vélin sem upphaflega var hönnuð hjá NSU í Þýskalandi var bæði nett, hljóðlát og aflmikil og nánast algjörlega laus við titring, sem þakka má hönnun hennar þ.e. í rotary vélinni eru engir hlutir að hreyfast fram og aftur eins og í hefðbundnum bullumótornum.
Wankel vélin hefur marga kosti fram yfir hefðbundna mótora t.d. er hvorki knastás né ventlar í henni og tiltölulega fáir snúningshlutir. Margir vélaframleiðendur gerðu tilraunir með Wankel vélar á sjöunda áratugnum og ýmsar frumgerðir sáu dagsins ljós , en Suzuki var eini framleiðandinn sem hóf að fjöldaframleiða mótorhjól með rotary (Wankel) vélum.
Suzuki kynnti hjólið stundum sem 1000cc, vegna þess að í rotary hönnun er hægt tala um tvöfalt brunarými sem þó taldist raunverulega vera 497cc.
Hönnun á sjálfu RE5 hjólinu var ekki eins framúrstefnuleg eins og hönnun vélarinnar, þó voru mælarnir og afturljósið í hringlaga hólkum sem áttu að undirstrika hið sérstaka rotary þema, en að öðru leiti var hjólið nánast eins og GT750 tvígengis flaggskipið frá Suzuki. Pústin á RE5 hjólinu voru með sérstaklega stórum og miklum hlífum á til að varna því að ökumaður og farþegi myndu brenna sig á fótunum vegna mikils afgshita.
En hvað gerðist . Mörgum kaupendum þótti RE5 hjólið áhugavert, en fáir keyptu þó hjólið þegar að til kom. Kannski var það hin nýja og byltingarkennda rotary vél sem hræddi þá frá því að kaupa, eða var það hin mikla eldsneytiseyðsla sem hafði þessi áhrif. En þrátt fyrir þetta þá höfðu Suzuki verksmiðjurnar lagt alveg gríðarlegar upphæðir í rotary verkefnið og meðal annars var byggð algjörlega ný framleiðslu og samsetningar lína til að smíða Wankel /rotary mótorinn., en hjólin seldust bara ekki.
Árið 1976 var hólklaga mælaborðinu og afturljósinu skift út fyrir hefðbundnar gerðir, til þess að gefa hjólinu meira normal útlit, en það hafði lítið sem ekkert að segja og árið 1977 var allri framleiðslu á RE5 og Wankel / rotary vélunum hætt. Þetta ævintýri með RE5 hjólið og Rotary vélina er talið hafa kostað Suzuki Motor Company milljónir US$ og sögusagnir herma að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið orðnir svo svekktir á öllu saman að þeir hafi að lokum látið henda öllu sem tilheyrði RE5 og rotary vélinni í Japanshaf. (Ja ljótt er ef satt er) Meira um RE5 í myndaalbúmi
Þýtt og endursagt.
Kv DR
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember