Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
11.03.2011 15:16
Myndbrot úr 38 ára sögu mótorhjóls.
Þetta er eitt af 5 Kawasaki z1 900 sem flutt var inn til landsins árið 1973 það má eiginlega segja að það hafi átt 9 líf eins og kettirnir því jú eigendurnir eru 9 frá upphafi. Hér má sjá eiganda no 3 Sigurjón Sigurðsson við hjólið þegar hann var nýbúinn að kaupa það til eyja árið 1975 en hann verslaði það af Kolbeini Pálssyni í Súkku umboðinu en Kolli hafði verslað það af Heimi Hafsteinssyni sem átti heima í Þykkvabæ og verslaði sá hjólið nýtt. Sigurjón Sig átti hjólið næstu 2 árin en um sumarið 1976 lenti hann í mjög slæmu slysi á 900 hjólinu úti í Skotlandi þar sem bíll ók á miklum hraða inn í vinstri hlið hjólsins aftarlega.Sigurjón fór mjög illa á fætinum og var hann í lífshættu í töluverðan tíma á spítala í Skotlandi og lauk mjög svo litríkri mótorhjólasögu hans þarna. Hjólið lá úti í Skotlandi á annað ár og var ástandið nú ekki upp á marga fiska efir að hafa legið í ókyntum skúr svo lengi. En síðla árs 1977 kaupir svo Gunnar Darri Adólfsson hjólið óséð af Sigurjóni og var það í mun verra ástandi en talað var um þegar það kom til landsins.
Svona leit svo Kawasaki hjólið út þegar það kom heim frá Skotlandi búið að sprauta það með einhverju skíta spreyji sem var síðan þrifið af myndin er frá 1978.
Hér er Darri búinn að þrífa af því Skorska lakkið en orginal málningin var samt illa farinn og stór skemmd í bensíntankanum vinstra megin Darri selur svo hjólið til Inga bróður míns árið 1978 sem fór í að sprauta það svart sem honum þótti flott.
Hér er svo Kawinn eins og hann var hjá Inga og er þessi mynd tekin skömmu áður en ég kaupi það af honum árið 1979.
Nú fóru í gang miklar breitingar á þessu 7 ára hjóli enda allir félagarnir á nýjum hjólum ég ný byrjaður að búa og fór 750 Hondan mín upp í útborgunina á nýrri íbúð. lítið var því til af aurum í annað. ég byrjaði á að rífa allt hjólið í tættlur bæði vél og hjólið sjálft sprautaði það svo blátt og hafði renndur eins og 74 árgerðin var með en þetta var aðeins byjunin Ingi bróðir stríddi mér oft á því að Kawinn væri orðinn eins og Mikael Jacksson það væri orðið svo breitt en þarna voru breitingarnar rétt að byrja.
Hér er mynd af Kawanum sem tekin er árið 1981 en ég gerði ágætis vertíð og veslaði frá Englandi nýjan 74 módel tanka hlífar og stél þarna var komið undir hjólið nýjar gjarðir og ný flækja sem var þá svo mjög í tísku, og enn héldu breitingarnar áfram enda reyndi ég eins og ég gat að hafa hjólið eins og nýju hjólin voru og tókst það bara nokkuð vel þar til plastgræjurnar fóru að koma 86- 87 En þá kom bylting í háhraða hjólum og gamli allt í einu orðin eftir á.
Það voru örugglega einar 5 flækjur undir hjólinu á þessum 10 árum sem ég átti það
Hér er mynd af Kawasaki hjólinu sem ég tók árið 1988 þarna var ég búinn á setja undir það steiptar felgur diskabremsu að aftan 1000 Kawa afturgaffal og einig var kominn 1000 kawa cylinder og stimplar. nú var kvikindinu farið að langa í nýja græju enda búinn að eiga hjólið í tæp 10 ár og notað það allt sumarið öll árin enda átti ég bara eitt hjól á þessum tíma. fór meira að segja á því um allt England og á eynna Mön árið 1983. Það varð úr að ég verslaði nýja Súkku GSXR 1100 af árg 1988 og fékk ég hana í janúar árið 1989 Kawann seldi ég svo um sumarið 1989 og var þar kominn eigandi no 7 Magnús Breti Magnússon og átti Maggi hjólið í ein 3 ár ekki á ég til mynd af því á því tímabili en hann selur svo Darra hjólið árið 1992 en Darri hafði átt það áður eins og komið hefur fram.
Hér er svo Darri á Kawanum árið 1994 og fór hann í að breita gamla aftur til baka eins og hægt var setti undir það orginal pústið og breitti litnum aftur til baka enda hjólið hætt að vera nútíma græja og orðið fornhjól þarna er hjólið að vísu með tankasett af öðrum Kawa en Darri sprautaði hjólið í orginal litunum þ,e, gult og grænt.Hann selur svo hjólið sumarið 2000 til núverandi eigenda Sigurjóns Stefánssonar sem á það enn.
Hér er svo Kawasaki hjólið en myndina tók núverandi eigandi Sigurjón Stefánsson af því árið 2010 og hefur þar færst mjög nær upprunalega útlitinu að vísu er það enn með tvöfalda diska að framan og bremsudisk að aftan en það hafði í upphafi einn disk á framan og skálarbremsu að aftan einig er enn í því 1000 cylinderinn sem ég setti í hjólið árið 1986 en þá var vélin síðast rifin i spað eitthvað hef ég nú gert rétt í þeirri samsettningu því hún virkar enn 25 árum síðar.
Það var ekki bara verslaðir hlutir og bónað því oft var tekið á öllu sem hjólið átti eins og myndirnar hér að neðan sína
Þessar eru frá 1980
Og þessar frá 1988
Einu sinni náðum við að smala saman 4 af 5, Z 1 900 hjólunum sem komu árið 1973.
Ég læt þessari umfjöllun minni lokið um þetta súperhjól síns tíma enda búin að eyða einum 3 tímum fyrir framan tölvuna við þetta efnisval sem er orðið eitt það lengsta í sögu okkar Drullusokka.
Skrifað af Tryggvi # 1
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember