M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.03.2011 14:34

BSA Lighning 650 árg 1971 gert upp fyrir safnið á Akureyri.




Hér er BSA hjólið þar sem það fannst í Grímsárvírkjun við Egilstaði. Heiðar Jóhannson ( Heiddi ) átti hjólið nýtt. mótorhjólasafnið á Akureyri keypti hjólið og í framhaldinu tók Sigurjón Stefánsson Kawasaki maður, BSA hjólið upp á sína arma og er hann langt kominn með að gera það upp og eru myndir af því hér að neðan.



Hér er grindin tilbúin til samsettningar.



Hér eru gjarðirnar nýteinaðar og flottar



Og meira af grindini



Hér er mótorinn kominn í.



Hér er Sigurjón við hjólið. Bílskúrinn hans er vel mektur Kawasaki hvar sem litið er.



Svo það fari nú ekki á milli mála hvaða tegund er hér á ferðini.



Hér er BSA Ligthning af árg, 1971 langt komið.



Og ein hér í lokin af Bísuni. Það eru einhverjir fleiri að gera upp hjól fyrir safnið ég vissi af Smára í Hafnarfirði með Triumph Trident 750 og eins Beggi með cb 750 Hondu en ekki er mér kunnugt um hvað það gengur vel að setja þau saman aftur en það var allavega búið að rífa Honduna í spað fyrir einum 2 eða 3 árum síðan.
Flettingar í dag: 2050
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410104
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:51:32