M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

27.01.2011 15:30

Færeyjar 2011

 
Kæru félagar! Nú hefur dagsetning fyrirhugaðrar Færeyjaferðar verið ákveðin. Niðurstaðan var sú að fara út með Nörrænu fimmtudaginn 23 júní og heim aftur fimmtudaginn 30 júní. Ástæða fyrir þessari dagsetningu er sú að eftir þessa dagsetningu fer háannatími í hönd með hærri verðum á ferð og gistingu. Áætlað verð er fyrir mann og mótorhjól í fjögurra mann klefa báðar leiðir er kr. 69.000- . Síðan er möguleiki á afslætti ef fleiri en 20 fara í ferðina. Nauðsynlegt er að vita fjölda þeirra sem ætla að fara sem fyrst svo hægt sé að fara að vinna í að finna gistingu. Menn geta tjáð sig hér á síðunni eða haft samband við Tryggva í síma 896 3429 eða Hermann í síma 892 0420 sem allra fyrst!!!



Á góðum degi í Færeyjum 2007



Undirbúningur ferðarinnar er  greinilega í góðum höndum!



Það er fallegt í Færeyjum



Frá Gjógv ef myndavélini væri beint aðeins til vinstri að þá sægist það sem er á næstu mynd hér að neðan



Það er nefnilega fleira í Gjógv heldur en þessi fagra vík.



Vöffluhúsið sem er líka í Gjógv



Lentir í Þórshöfn



Það er fullt af stelpum í Færeyjum!

Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409040
Samtals gestir: 86228
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:36:28