M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.11.2010 09:33

Fyrsta súperhjólið frá Japan


Árið 1968 var kynnt til sögunar fyrsta súpehjólið frá Japan þetta var á alþjóðasýninguni í Tókió í oktober árið 1968 og var gripurinn settur á almennan markað í febrúar árið 1969 og hét Honda cb 750 four k0 þetta var fyrsta fjöldaframleidda mótorhjólið sem búið var diskabremsu að framan á þessum árum voru eingöngu skálabremsur í notkun á bílum líka það var helst flugvélar sem höfðu svona bremsur.Hjólið var búið fjögura cylindra vél sem skilaði 67 hestöflum og fjórum hljóðkútum sem hafði ekki sést áður einig var rafstart þarna sem ekki var algengt nema á minni Hondum hjólið vigtaði 218 kg dry .
Islenskir mótorhjóla guttar gátu bara notið þessa hjóls á myndum fyrstu árin og láti sig dreyma, enn árið 1971 flutti Hondaumboðið Gunnar Bernhard inn þrjár Hondur 750 tvær rauðar sem báðar voru seldar í Reykjavík og svo eina Græna og kom hún hingað til eyja ný í janúar árið 1972 og vakti mikla athygli ekki komu fleiri svona hjól til landsins fyrr en árið 1976 en þá komu fjórar til viðbótar margt hafði breist á þessum árum frá komu fyrstu Hondu 750 hjólana. og svona til glöggvunar að þá náði malbikið aðeins upp í miðja Ártúnsbrekkuna annars var bara möl og aftur möl hvert sem farið var.
Þessar Hondur náðu 200 km hámarkshraða og var nóg að gera að halda hjólunum á veginum dansandi út um allt.
Það var ekki fyr en Kawasaki kom með H2 750 árið 1972 þriggja cylindra tvígengis hjólið sem var mun sneggra upp og fengu viðurnefnið vidow meiker en hér á Islandi voru þau oftast kölluð tegjubyssurnar  því upptakið var eins og að vera skotið úr öflugri tegjubyssu  en h2 hjólið hafði samt ekki meiri hámarkshraða  en Hondan hafði  en með komu  900 z1 frá Kawasaki árið 1973 að það komu öflugri hjól frá Jöppunum enda voru þau 82 hestafla  og voru gefin upp með hámakshraða um 220 km  en það komu fimm svoleiðis Kawasaki til landsins árið 1973, ég kem kanski með eitthvað um þau síðar
Nú 40 árum síðar eru allar þessar þrjár fyrstu 750 Hondur enn til í landinu og hafa gert það gott en nú á síðustu árum hefur verið flutt töluvert af þessum hjólum inn og eru í dag sennilega 15 talsins.
Hér að neðan eru nokkrar myndir af Vestmannaeyja 750 Honduni sem frændi minn Ragnar Jónsson tók af hjólinu í gosinu árið 1973 en þá átti hjólið Guðmundur Adólfsson  betur þekkur sem Gummi Dolla en hann var annar eigandi hjólsins, en nýtt átti það Sigurjón Sigurðsson en hann var harður að flytja ínn hjól hingað til eyja á árum áður.











Þessi mótorhjól voru nú ekki gerð fyrir malarvegi en við höfðum bara ekki annað úr að moða Sigurjón sem átti hjólið nýtt lék sér að því að koma þessari Hondu í 160 km hraða upp Skólaveginn sem var ein af fáum götum Vestmannaeyjabæjar sem voru malbikaðar pæliði í því  Skólavegurinn með öll sín gatnamót að vísu stundaði hann þessa vafasömu iðju á kvöldin.
Flettingar í dag: 870
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 805
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1414176
Samtals gestir: 86362
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 20:51:24