M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

24.05.2010 23:49

Ferð um Kaldadal algjölega ófæran en farið samt




Okkur var sagt að leiðin um Kaldadal frá Húsafelli niður að Þingvöllum væri bara góð og ákváðum við að fara hana á Hvítasunnudag annað kom á daginn þessi leið var vægast sagt ófær en Low Riderinn ( fræsarinn) Vmaxinn og Warriorinn komust á leiðarenda eftir rúmlega þriggja stunda ökuferð yfir stórgríti og var vegurinn á köflum sundurgrafinn af vatni skoðum nokkrar myndir af þessu.



Það er fallegt á hálendinu



Stundum náðum við að hjóla meðfram vatninu en stórgrítt var það



Svo var bara að láta vaða



Siggi Óli á fleygi ferð



Fræsarinn komin yfir eina ánna



Það var bara að láta vaða en botninn var bara svo stórgríttur og munaði minstu að það færi illa þarna enda rétt búinn að missa Warriorinn á hliðina en það slapp







Svo þegar við komumst loks á leiðarenda og búnir að missa af Herjólfi að þá blasti þetta skilti við okkur en það hafði víst gleymst að setja svona skilti upp hinumegin þar sem ferðin okkar hófst



Svo var bara að brosa að þessu enda annað ekki hægt
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408415
Samtals gestir: 86216
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:33:16