M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.03.2010 12:17

Þá og nú

Prjónflokkur 1

Þessi mynd er af dæmigerðu kúkaprjóni og tekur Siggi Árni #6 það ungur á grútmáttlausum  Honda Dax með lappirnar niðri



Prjónflokkur 2




Prjónflokkur 3


Þessar tvær myndir (nr 2 og 3) eru teknar með nákvæmlega 30 ára millibili og á sama stað, sú fyrri er frá 1980 og flokkast hún undir prjónaflokk tvö, sú seinni er tekin 2010 eða í gær og flokkast hún í prjónaflokk 3. Sama kvikindið tekur bæði prjónin, en prjónaflokkkarnir útheimta skýringar og eru þær eftirfarandi:

Flokkur eitt nefnist KÚKAPRJÓN
Þ.e. óöruggur gutti á máttlausri Honda 50cc með lappir niðri til að halda stöðugleika og veit gerandi aldrei hvernig prjónið endar.

Flokkur tvö nefnist TÖFFARAPRJÓN
Þ.e. ungur öruggur á öflugu hjóli og veit nákvæmlega hvað hann er að gera og prjónar út a.m.k. tvo gíra og veit alveg hvar hann ætlar að lenda.

Flokkur þrjú nefnist SKORUPRJÓN
Þ.e. kvikindið er hokið af reynslu en aldur og aukakíló hafa hlaðist upp í áranna rás þannig að mest áberandi í prjóninu er rassaskoran sem blasir við gestum og gangandi. Má því segja að prjónið sjálft falli í skugga skorunnar sem situr eftir greift í minni áhorfhorfenda.


Hér sést SKORUPRJÓNIÐ betur





Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17