M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.02.2016 17:53

Afmælissýningin

Laugardaginn 4 júní munum við Drullusokkar halda uppá 10 ára afmæli klúbbsins með mótorhjólasýningu. Planið er að hafa sýninguna á Skipasandi, ef veður leifir, annars er verið að leggja lokahönd á plan B ef veðurspáin mun ekki vera með okkur í liði þegar að nær dregur.  Það væri flott stemming í því að halda stórsýningu á Skipasandi í flottu veðri, líf og fjör í bænum og húsin hjá Darra, Eyþóri Rabba og Gauja Gilla Vals, opin.
Einnig verður pulsugrill og húllumhæ á meðan sýningu stendur.

Við tökum frá þessa helgi og höfum gaman saman.

Kv. stjórnin.
Flettingar í dag: 2098
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2364
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2658681
Samtals gestir: 109871
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 09:20:57