M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

29.04.2014 00:02

Benni Guðna kominn á götuna.




Það er alltaf gaman þegar gömlu mótorhjólapeyjarnir koma aftur inn eftir margra ára hlé. Að vísu er Benni búinn að vera á drullumallara undanfarið. Benni Guðna er einn þeirra 5 sem versluðu sér nýtt Z 1000 Kawasaki hjól árið 1978 hjá Sverri Þóroddsyni. Þegar Benni fór að huga að hjóli þá langaði honum í eitt eins og hann átti nýtt svo hann verslaði sér þetta hjól í USA og flutti inn. Nú á að nota gripinn í sumar og svo þegar fer að hausta þá á að gera græjuna í upprunalegt stand og við sem þekkjum kappann vitum að þetta verður flott hjá honum.



En skyldi Óli vita að innfluttnings bannið var rofið með Kawa á Suðureynna.



Hér er ein tekin af 1000 Kawanum hans Benna árið 1980 en Benni er þriðji frá hægri. Það er gaman að geta þess að á þessari mynd sem orðin er 34 ára gömul að þá eru allir enn mótorhjólandi í dag og átta Drullusokkar að auki flott það.
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408415
Samtals gestir: 86216
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:33:16